Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1323171510

    Yndislestur
    ÍSLE3YN05
    2
    íslenska
    yndislestur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum gefst nemendum kostur á að kynna sér það nýjasta í heimi bókmennta, hvort sem það eru íslensk eða erlend skáldverk. Þeir velja af lista sex bækur sem þeir lesa yfir önnina en auk þess lesa þeir smásögur, rifja upp helstu bókmenntahugtök og semja eigin smásögu. Nemendur gera grein fyrir þeim verkum sem þeir lásu í einkaviðtölum við kennara og í kynningu fyrir nemendahópinn. Í áfanganum er lögð mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir vinni eftir ákveðinni áætlun sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Áfanginn byrjar á stuttu hraðlestrarnámskeiði en síðan mæta nemendur ýmist í einkaviðtöl eða hóptíma þar sem þeir eiga að kynna verkin sem þeir lásu. Loks vinna þeir að samningu eigin sögu.
    ÍSLE2MN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi lestrar
    • helstu reglum hraðlestrar
    • því hversu mikilvægt er að geta tekið út aðalatriði texta á skýran og markvissan hátt
    • lögmálum skáldsögunnar og smásögunnar
    • því hvernig skáldsagan endurspeglar samfélagið í mismunandi löndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota hraðlestur og mismunandi lestrartækni við lestur ýmissa texta
    • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar þegar verið er að fjalla um og greina skáldverk
    • flytja skýra, vel uppbyggða kynningu og geta lagt áherslu á meginþætti og atriði sem skipta máli
    • spyrja efnislegra spurninga, greina og bera saman upplýsingar til að komast að niðurstöðu
    • taka þátt í og stuðla að málefnalegum umræðum eða rökræðum um bókmenntir
    • vinna að skapandi verkefnum þar sem lögmálum smásögunnar er beitt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • dýpka lesskilning sinn
    • auka og bæta við orðaforða og málskilning
    • dýpka skilning sinn á mismunandi samfélögum í gegnum lestur skáldverka frá ólíkum löndum
    • auka skilning sinn og þekkingu á mannlegu atferli í gegnum lestur skáldverka
    • nýta sér sköpunarmátt íslenskunnar til að semja eigið verk.
    Símatsáfangi