Í þessum kjarnaáfanga í lífeðlisfræði fyrir náttúruvísindadeild er gerð grein fyrir inntaki lífeðlisfræðinnar og farið í helstu þætti í líkamsstarfsemi lífvera. Bornar verða saman mismunandi lífverur en aðaláhersla þó á lífeðlisfræði mannsins. Helstu efnisþættir eru: innri starfsemi fruma, boðflutningur; efnaboð og taugaboð, blóðrás og önnur flutningskerfi, varnarkerfi, úrgangslosunarkerfi, næringarnám og melting, stoðkerfi og hreyfing, skynjun og æxlun og þroski. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á starfsemi líkama lífvera og hvernig náttúran notar mismunandi leiðir að sama markmiði hjá mismunandi lífverum. Reynt verður að auka skilning nemenda á þeirra eigin líkamsstarfsemi og auðvelda þeim að taka ábyrgð á eigin lífsháttum m.t.t. þess að viðhalda heilbrigði sínu. Kynnt er mikilvægi þekkingar á lífeðlisfræði í daglegu lífi. Nemendur verði búnir undir frekara nám í lífeðlisfræði og skyldum greinum.
LÍFF1GN05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
frumulífeðlisfræði
mismunandi hlutverkum boðefna
eðli taugaboða og starfsemi taugakerfis
flutningskerfum plantna
blóðrás og hlutverkum blóðs
mismunandi öndunarkerfum lífvera
úrgangslosun og efnastjórn
stoðkerfum og eðli hreyfingar
skynjun manna og dýra
fósturþroska
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa lífeðlisfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
skoða vefi og líffæri
lesa í samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar
meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka skilning á lífeðlisfræðilegum viðfangsefnum
leggja gróft mat á lífeðlisfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
tengja undirstöðuþekkingu í lífeðlisfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta
afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar