Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1323873972

    Rokksaga
    SAGA1RS05
    2
    saga
    rokksaga
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Farið er yfir helstu tónlistarstefnur og strauma í alþýðumenningu 20. aldar með inngangi um tónlist frá síðustu öldum. Athuguð eru tengsl við hópamyndanir, þjóðfélagsbreytingar, hnattvæðingu og hvers kyns andóf.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rótum rokktónlistar í þeim tónlistararfi sem innflytjendur og aðfluttir þrælar fluttu með sér til N-Ameríku
    • þróun rokktónlistar frá jaðarlistarformi yfir í meginstraum
    • tengslum þeirrar þróunar við misrétti milli kynþátta Bandaríkjanna
    • hvernig rokktónlist varð samnefnari við unglingamenningu
    • hvernig rokktónlistin blandaðist við mismunandi tónlistarstefnur á 7. áratug síðustu aldar og hvernig hún birtist sem málgagn mismunandi samfélagshópa
    • hvernig frjálslyndi ´68 kynslóðarinnar birtist í rokktónlist í upphafi 8. áratugar 20. aldar
    • því úr hvaða þjóðfélagsaðstæðum pönkið reis upp
    • hvernig réttindabarátta ýmissa minnihlutahópa fékk athygli eða var virt að vettugi í mismunandi stefnum og straumum tónlistar
    • hvernig mismunandi straumar og stefnur í rokktónlist eru lýsandi fyrir ákveðið hugarfar sem hefur verið ráðandi á ákveðnu tímabili og/eða stað
    • hvaða áhrif ýmsar tækninýjungar höfðu á neyslu og þróun tónlistarsköpunar
    • togstreitu tónlistarfólks milli þess að skapa list eða neysluvöru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fjalla um tónlist á gagnrýninn hátt
    • tengja tónlistarstefnur við málefni líðandi stundar
    • lesa og skilja umfjöllun um tónlist sem félagslegt afl
    • greina milli mismunandi tónlistarstíla
    • tjá sig í ræðu og riti um tónlistarstefnur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta hlustað á og greint gagnrýnið hvað mismunandi tónlist stendur fyrir
    • sýna víðsýni þegar kemur að ólíkum tónlistarstefnum og stílum
    • afla sér frekari upplýsinga um tónlist, stefnur og strauma og finna leiðir til að koma þeim upplýsingum á framfæri
    • tjá sig í ræðu og riti
    Áfanginn er símatsáfangi