Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1323874512

    Valdir þættir úr sögu, einkum mannkynssögu, 19. – 21. aldar
    SAGA2MN05
    1
    saga
    19. – 21. aldar, einkum mannskynssögu, valdir þættir úr sögu
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn byggir að talsverðu leyti á sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda, heimildaleit, verkefnavinnu, úrvinnslu og framsetningu efnis. Teknir eru fyrir valdir atburðir úr sögu 19. - 21. aldar. Til grundvallar liggja 8 efnisflokkar og miðað er við að kennari velji a.m.k. 6 efnisflokka til umfjöllunar. Þeir eru: lýðræðisþróun á 19. og 20. öld, þjóðríki og þjóðernisstefna, heimsvaldastefna og nýlendustefna, fyrri heimsstyrjöld og millistríðsárin, síðari heimsstyrjöld og Helförin, Kalda stríðið, Ísrael, Palestína og Mið-Austurlönd, heimurinn á 21. öld.
    SAGA1MU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum úr sögu 19. - 21. aldar
    • helstu hugtökum sem höfð eru um söguleg fyrirbæri og skal gera sér grein fyrir afstæði þeirra og takmörkunum
    • mismunandi tegundum heimilda, aðferðum við heimildaleit og grunnþekkingu í heimildarýni
    • ólíkum miðlunarformum
    • ýmsum sviðum og þátttakendum sögunnar, menningu og hugarfari, hversdagslífi og stjórnmálum, einstaklingi og samfélagi, tækni og vísindum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sagnfræðilega texta á íslensku og ensku og túlka merkingu þeirra
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
    • sjá tengsl fortíðar og nútíðar og samhengið milli tímabila, svæða og sviða
    • nota ólík miðlunarform til að miðla sögulegu efni, t.d. skrifa blaðagrein, ritgerð, búa til veggspjald, útvarpsþátt o.s.frv.
    • bera saman tímabil, svæði og svið
    • beita gagnrýninni hugsun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta gildi menningararfsins hvort sem hann snýr að heimabyggð eða heiminum öllum
    • koma söguþekkingu sinni og söguskilningi á framfæri með fjölbreyttum hætti
    • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra í verkefnavinnu
    • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
    • sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum
    Vinnueinkunn og lokapróf