Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1323961451

    Líkams og heilsurækt, framhald
    ÍÞRÓ2LD01
    9
    íþróttir
    framhald, líkams- og heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Í áfanganum fá nemendur dýpri innsýn í grundvallaratriði líkams- og heilsuræktar, samhliða aukinni þekkingu á iðkun æfinga. Áhersla er lögð á samhæfingu, tækni og líkamsbeitingu. Nemendur taka þátt í slökunaræfingum og umræðu um mikilvægi slökunar í nútímasamfélagi. Fjallað er um mataræði og hvað felst í hollri og góðri næringu og hver næringarþörf er með tilliti til vinnu og daglegrar hreyfingar. Einnig er rætt um neikvæð áhrif áfengis-, tóbaks- og lyfjaneyslu á líkama og heilsu. Nemendur fá verklega þjálfun sem er tengd bóklegri kennslu og skriflegum verkefnum. Verkefnavinna snýr að undirbúningi og skipulagi eigin þjálfunar ásamt árangursmati Nemendur geta valið um eftirfarandi leiðir: 1) Hefðbundin líkams- og heilsurækt (kennsla í íþróttahúsi Miðbæjarskólans og nágrenni). 2) Skipulögð íþróttaiðkun innan íþróttafélags (stunda íþróttagrein innan sérsambanda ÍSÍ, keppni á Íslandsmóti og æfa undir leiðsögn íþróttafræðings) 3) Útivist í nánasta umhverfi: i) Gengið um Reykjavík og nágrenni höfuðborgarsvæðisins, nemendur þurfa að mæta á brottfarastað og sjá um kostnað af ferðum og búnaði.
    ÍÞRÓ2LC01
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi samhæfingar og tækni
    • mikilvægi slökunar
    • góðri líkamsbeitingu og -stöðu
    • helstu flokkum næringarefna og viðeigandi orkuneyslu
    • fjölbreyttum leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt í daglegu lífi
    • möguleikum í umhverfi og náttúru til líkams- og heilsuræktar
    • neikvæðum áhrifum áfengis-, tóbaks- og lyfjaneyslu á líkamann og heilsu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda líkams- og heilsurækt
    • þjálfa samhæfingu og tækni á markvissan og fjölbreyttan hátt
    • stuðla að tillitssemi og hvatningu
    • nota fjölbreyttar aðferðir til að mæla líkamsástand (þol, styrk, liðleika og púls)
    • stuðla að bættri líkamsbeitingu og -stöðu með æfingum og hreyfingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar
    • mæla og meta eiginn styrkleika í líkams- og heilsurækt
    • taka þátt í umræðu um ávana- og fíkniefni
    • takast á við áskoranir daglegs lífs varðandi mataræði og lifnaðarhætti
    Áfanginn er símatsáfangi