Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1324028607

    Kvikmyndasálfræði
    SÁLF1KV05
    1
    sálfræði
    kvikmyndasálfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur kynnast sálfræðilegum veruleika (vandamálum og lausnum) úr frá myndefni (kvik- eða fræðslumyndum). Nemendur öðlast innsýn í listform kvikmynda og aukinn skilning á sálfræðilegum veruleika þeirra. Megináherslan er þannig þríþætt: Í fyrsta lagi á kvikmyndir sem beinlínis eru um sálfræðilegt efni (t.d. myndir sem gerast á geðdeild); í öðru lagi á að greina ólíkar kvikmyndir út frá formi þeirra (t.d. handriti, hlutverkum, leikstíl...) og athugun á því hvernig sálfræði er beitt til að fá fram helstu tegundir kvikmynda.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kvikmyndum sem taka alvarlega á sálfræðilegum málum
    • nokkrum grunnþáttum kvikmyndalistarinnar, sérstaklega handritum, hlutverkum og leikstíl
    • nokkrum helstu tegundum kvikmynda og þeirri sálfræði sem þar er á bak við
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina sálfræðilega þætti í kvikmyndum
    • bera kvikmyndir saman út frá sálfræðilegri nálgun þeirra
    • meta aðrar kvikmyndir út frá þeim greiningartækjum sem kvikmyndaáfanginn kennir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta sérstöðu kvikmyndamiðilsins
    • aðgreina ólíkar kvikmyndir út frá nokkrum grundvallaratriðum
    • leggja einfalt mat á gæði mynda, bæði út frá formlegum þáttum og listrænum
    Áfanginn er símatsáfangi