Myndun kviku og bergfræði, jarðskorpuhreyfingar, almenn jarðsaga, landrek o.fl
JARÐ3KJ05
4
jarðfræði
almenn jarðsaga, jarðskorpuhreyfingar, landrek o.fl, myndun kviku og bergfræði
Samþykkt af skóla
3
5
1) Myndun kviku og bergfræði. Berg- og steindafræði, greining bergs og steinda. 2) Jarðskorpuhreyfingar: Farið verður í orsakir og afleiðingar jarðskjálfta. Hvernig notaðar eru upplýsingar frá skjálftum við að lýsa innri gerð jarðar. Farið verður í túlkun skjálftarita og fjallað um þær upplýsingar sem hægt er að lesa úr þeim (stærð skjálfta,hreyfingu samhliða skjálftanum og ákvörðun á skjálftamiðju. 3) Almenn jarðsaga: Uppruni og myndun jarðar, tímatal, aldur jarðar, aldursákvarðanir, jarðsögutaflan og skiptingu hennar. Þróun lífs, fyrstu lífverur, breytingar í lífríki, þróun einstakra hópa lífvera, s.s. fiska, lindýra, skriðdýra, fugla og spendýra, þróun mannsins. Fjöldadauði lífvera og tilgátur um orsakir og afleiðingar. 4) Landrek: Farið yfir helstu tilgátur og kenningar og rökfærslur fyrir þeim. 5) Opnun N-Atlantshafs og myndun Íslands.
JARÐ1AJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kenningum um uppruna og aldur jarðar
jarðsögutöflunni, geti skýrt hana og sagt frá einkennum hverrar aldar í sögu jarðar
þróun lífríkis á jörðinni út frá völdum dæmum um þróun einstakra hópa lífvera
mismunandi kenningum um massadauða lífvera
ísöldum og kenningum um orsakir þeirra
landreki og geti skýrt, með tilliti til þess, myndun valinna svæða á jörðinni
jarðsögu Íslands með tilliti til mismunandi þátta s.s. landreks, loftslags, jarðlaga, eldvirkni og lífríkis
helstu gerðum jarðmyndana hér á landi
mismunandi gerðum jarðskjálftabylgna og mælikvarða á stærð skjálfta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina berg og steindir og geti út frá því fjallað um myndun bergs og mismunandi gerða kviku
reikna út skjálftamiðju og stærð jarðskjálfta út frá upplýsingum frá jarðskjálftamælum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skýra myndun mismunandi jarðlaga og tengja við ástand umhverfis á myndunartíma þeirra, s.s. hitastig og orku í umhverfinu
tengja jarðmyndanir á Íslandi og ríkjandi umhverfisaðstæður á myndunartíma þeirra
geta nýtt kort og mæliniðurstöður til að segja til um myndun bergs og lands
sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð, virkni í gagnaöflun og geta lagt sjálfstætt mat á upplýsingar við úrvinnslu og geta sett fram niðurstöður á skilmerkilegan hátt
draga ályktanir um ólíkar aðstæður á Íslandi varðandi landslag og jarðmyndanir
tengja undirstöðuþætti jarðfræðinnar við umhverfi sitt og geta fjallað á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi þeirra fyrir daglegt líf