Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1325677758

    Kenningar og rannsóknaraðferðir í uppeldis- og menntunarfræði
    UPPE3KE05
    1
    uppeldisfræði
    kenningar og rannsóknaraðferðir í uppeldis- og menntunarfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Uppeldis- og menntavísindi styðjast við margvíslegar kenningar í rannsóknum á því sviði. Kenningarnar tengjast félagsfræði menntunar, kennslusálfræði, uppeldisheimspeki o.fl. svo fátt eitt sé talið. Rannsóknaraðferðir í uppeldis-og menntunarfræðum eru nátengdar kenningunum. Nauðsynlegt er að öðlast dýpt í skilningi á kenningum innan fræðanna til þess að geta gert faglegar rannsóknir. Áhersla er því lögð á skilning á kenningum og tengingu þeirra við aðferðafræðina, bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknir. Nemendur þjálfast í að í að beita vísindalegum aðferðum tengdum rannsóknum á uppeldi og menntun. Þeir eiga að geta metið, tekið afstöðu til og fjallað á gagnrýninn hátt um rannsóknir á uppeldi og menntun.
    UPPE2UM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjónarhornum kenninga í uppeldis- og menntunarfræði
    • megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
    • aðferðum sem beitt er í rannsóknum innan skólasamfélagsins
    • sértækum hugtökum uppeldis- og menntunarfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
    • nýta fræðilegan/vísindalegan texta á íslensku og ensku
    • beita viðeigandi kenningum á margvísleg viðfangsefni
    • beita fræðihugtökum á margvísleg viðfangsefni
    • beita viðeigandi rannsóknaraðferðum á margvísleg viðfangsefni
    • miðla fræðilegu efni í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjá uppeldis- og menntunarfræðileg hugðarefni út frá ólíkum kenningarlegum sjónarhornum
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja mat á rannsóknir í uppeldis- og menntavísindum
    • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við margvíslegar aðstæður og á mismunandi rannsóknarefni
    • meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt
    • geta sett fram þekkingu sína í ræðu og riti
    Símatsáfangi