Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326276766

    Lifandi bókasafn
    LIFA1LI01
    1
    lifandi bókasafn
    lifandi bókasafn
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum skipuleggja nemendur og halda svokallað Lifandi bókasafn þar sem gestir bókasafns geta hlustað á og spurt einstaklinga sem eru reiðubúnir til að deila reynslu sinni og þekkingu. Nemendur velja yfirskrift og þema safnsins og sjá um að finna bækur, skipuleggja bókasafnið og sjá um frágang að atburði loknum. Ekki er um eiginlegar kennslustundir að ræða. Reglulega eru haldnir fundir með kennurum til að ræða framvindu og framkvæmdaáætlun verkefnisins auk þess sem nemendur skila skýrslum til kennara.
    Grunnáfangi í félagsvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað felst í lifandi bókasafni
    • hvernig hægt er að nýta lifandi bókasafn til að auka skilning og víðsýni
    • sögu lifandi bókasafna hérlendis og erlendis
    • skipulagi viðburða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga um „bækur“ og halda utan um þau gögn
    • undirbúa og framkvæma lifandi bókasafn
    • kynna lifandi bókasafn munnlega og skriflega fyrir mismunandi hópum
    • leita lausna í samvinnu við aðra
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga og hagnýta sér
    • sjá hvernig hægt er að auka víðsýni með því að leiða saman ólíka hópa
    • geta skipulagt og framkvæmt álíka viðburð
    Símatsáfangi