Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326290816

    Listasaga og listfræði
    LISF3LL05
    1
    listasaga og listfræði
    listasaga og listfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Listasagan er rakin í stórum dráttum frá fornöld til nútímans. Ljósi er varpað á tengsl ólíkra listsviða og þá einkum byggingarlist, málaralist, höggmyndalist og hönnun auk þess sem leitast verður við að gefa innsýn í hræringar í tónlist, dans og aðrar listgreinar. Lögð verður áhersla á að greina eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Markmið með kennslu í listasögu og listfræði er að nemendur þjálfist í að rýna í og greina listaverk og tengja við það sem þeir hafa lært í fyrri áföngum línunnar. Stefnt er að því að nemendur verði færir um að meta ólíka list á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt, öðlist grunnkunnáttu til að lesa algeng tákn og merkingu út úr listaverkum og geti að einhverju leyti lagt mat á fagurfræðilegt gildi þeirra.
    HEIM2IH05 og SAGA3MH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu listsögulegu hugtökum, tímabilum og tegundum verka
    • helstu einkennum, aðferðum og efnisnotkun mismunandi listgreina (málaralist, byggingarlist, höggmyndalist, hönnun)
    • helstu listfræðilegu aðferðum og hugtökum
    • tengslum ólíkra listaverka við hugmyndasögu og heimsmynd á mismunandi tímum og í ólíkum samfélögum mannkynssögunnar
    • gildi listsköpunar í mismunandi samfélögum og á ólíkum tímum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa listaverk eins og þau koma honum fyrir sjónir í bókum og öðrum prentmiðlum eða rafrænum miðlum, í listasöfnum og galleríum, í opinberu rými og daglegu umhverfi
    • skrifa um sjónlist og hafi til þess hagnýta þekkingu á helstu hugtökum og aðferðum við greiningu, mat og túlkun á myndlistarverkum
    • komi umfjöllunarefni sínu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt sem miðast við lesendahóp hverju sinni
    • flytja vel uppbyggða og hnitmiðaða framsögn fyrir samnemendur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og túlka listaverk
    • nýta sér listsöguleg hugtök í umræður og umfjöllun um listir
    • lesa borgarrýmið með tilliti til listasögunnar; leita sér upplýsinga um listasöguna og um listviðburði líðandi stundar
    Símatsáfangi