Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326297463

    Inngangur að heimspeki
    HEIM2IH05
    1
    heimspeki
    inngangur að heimspeki
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er almenn kynning á heimspeki sem fræðigrein. Söguleg staða heimspeki innan fræðigreina útskýrð og tengsl við hugvísindi sérstaklega. Sérkenni heimspekinnar tekin fyrir. Samanburður heimspeki við önnur sérsvið og heimspeki tengd öðrum almennum greinum, s.s. stærðfræði og verkfræði. Upphaf heimspekinnar kynnt. Sókrates tekinn fyrir sem holdgervingur fræðigreinarinnar. Yfirlit yfir allar undirgreinar heimspekinnar, fyrr og nú. Sérstök kynning á megin greinum heimspekinnar, sérstaklega siðfræði, rökfræði, þekkingarfræði, auk vísindaheimspeki, fagurfræði og heimsmyndunarfræði. Heimspeki í samanburði við tengdar greinar, s.s. sálfræði, mannfræði og trúarbragðafræði. Kennari hefur svo val um að fara nákvæmar í eina af meginundirgreinum heimspekinnar, hvort sem það er siðfræði, rökfræði eða þekkingarfræði.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sérstöðu fræðigreinarinnar heimspeki meðal vísindanna
    • grundvallaratriðum megingreina innan heimspekinnar sjálfrar, sérstaklega siðfræði, þekkingarfræði og rökfræði
    • helstu heimspekingum sögunnar og stefnum þeirra
    • helstu aðgreiningum, kenningum og lögmálum heimspekinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita heimspekinni á ólík vandamál, hvort sem þau eru siðferðilegs eðlis eða þekkingarfræðileg
    • aðgreina heimspekileg vandamál frá öðrum vandamálum
    • beita heimspekilegri nálgun á einfalda texta
    • taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með virkri hlustun og rökstuddri afstöðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með því að beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn til að taka gagnrýni á uppbyggilegan máta
    Símatsáfangi