Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326385205

    Rafsegulfræði.
    EÐLI3RS05
    4
    eðlisfræði
    rafsegulfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru nemendur látnir vinna með og öðlast skilning á hugtökum og þekkingu úr rafsegulfræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur öðlast leikni í að setja fram og túlka myndir og gröf innan rafsegulfræðinnar m.a. við hleðslu/afhleðslu þéttis í verklegri æfingu og geta útskýrt niðurstöður út frá verkseðli/fyrirmælum kennara. Nemendur öðlast leikni í að nota markverða stafi og viðeigandi einingar innan rafsegulfræðinnar ásamt því að nota flókna stærðfræði við úrlausn verkefna. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Byggt er á grundvallarþekkingu á fræðum sem nemandinn hefur aflað sér í kjarnaáfanganum EÐLI2GR05. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru sérhæfðir innan rafsegulfræðinnar. Þeir eru: rafhleðsla og rafsvið, rafspenna, þéttar og geymsla raforku, rafstraumur og lögmál Ohms, rakstraumsrásir og lögmál Kirchhoffs, segulmagn, span og lögmál Faradays og rafsegulbylgjur.
    EÐLI2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvernig rafhleðsla hlutar á upptök sín í hleðslum öreindanna
    • sviðshugtakinu og rafsegulbylgjum
    • helstu hugtökum sem notuð eru í rafsegulfræðinni og SI-einingum þeirra
    • helstu lögmálum í rafsegulfræði, svo sem lögmálum Coulombs, Ohms, Kirchhoffs, Laplace og Faradays og lögmáli um varðveislu heildarhleðslunnar
    • verkun nokkurra tækja sem byggja á lögmálum rafsegulfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fara með tölur og vigra í eðlisfræði og í vísindalegum vinnubrögðum
    • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
    • leiða út með rökrænum hætti jöfnu fyrir sambandi stærða frá gefnum forsendum
    • vinna með fjölmæla og ýmsa rafhluti við að framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra, m.a. með tölvuforritum eins og Word og Excel
    • setja fram eðlisfræðilegt umfjöllunarefni á skýran og markvissan hátt í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • nota námsefni og gögn á markvissan hátt
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum til að auðvelda námið
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Vinnueinkunn og lokapróf