Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326460096

    Mentorverkefnið vinátta
    VINÁ3ME05
    1
    vinátta
    mentorverkefnið vinátta
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Mentorverkefnið Vinátta byggir á þeirri hugmyndafræði að samskipti barns og mentors séu jákvætt innlegg í líf barnsins því mentorinn verði barninu fyrirmynd og veiti því stuðning. Tengslin sem myndast milli mentors og barns geti því bætt við möguleika barnsins við mótun sjálfsmyndar sem komi fram m.a. í meiri námsáhuga og árangri auk aukinnar lífsleikni. Þessi tengsl skapar mentorinn fyrst og fremst með því að skipuleggja uppbyggjandi og skemmtilegar samverustundir í samráði við barnið og foreldra þess. Áhersla er lögð á gagnkvæman ávinning og hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hver annars. Í mentorverkefninu Vináttu eru gerðar kröfur til nemenda um að þeir setji sér skýr markmið, sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og séu skapandi í hugsun. Nemendur (mentorar) verja þremur stundum á viku með grunnskólabarni á aldrinum 7-10 ára frá október fram í apríl. Þeir skila dagbókum þar sem samvistir nemenda og barna eru skráðar sem og mat nemenda á því hvernig samskiptin ganga. Þá mæta nemendur á skipulagða hópfundi og/eða einstaklingsviðtöl til kennara.
    Að minnsta kosti einn áfangi í félags-, sál eða uppeldisfræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mentorhlutverkinu
    • hugmyndafræði mentorverkefnisins Vináttu
    • mikilvægi fyrirmynda í félagsmótun barna
    • meðferð trúnaðarupplýsinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja sér markmið í námi
    • skipuleggja samverustundir
    • leita lausna í samvinnu við aðra
    • skrá og fara með trúnaðarupplýsingar
    • meta eigin frammistöðu á gagnrýninn hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera jákvæð fyrirmynd grunnskólabarns
    • geta átt uppbyggileg samskipti við annað fólk
    • geta lagað sig að margbreytilegum aðstæðum
    • vinna að velferð barna og öðlast víðtæka reynslu í samskiptum við börn
    Símatsáfangi