Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326810340

    Grunnur fyrri hluti á 1.þrepi
    STÆR1UA05
    1
    stærðfræði
    a, upprifjun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er farið í forgangsröð aðgerða, almenn brot, bókstafareikning, jöfnur, prósentur og hnitakerfi. Stefnt er að því að byggja upp jákvætt viðhorf og efla sjálfstraust nemenda hvað varðar stærðfræði.
    4,0 og lægra á grunnskólaprófi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum um talnameðferð.
    • aðgerðum á heilum tölum, forgangsröð aðgerða og notkun sviga.
    • styttingu og lengingu brota, samnefnara, samlagningu brota og margföldun brota.
    • öllum algengum prósentureikningi.
    • undirstöðuatriðum algebru og hvernig bókstafir eru notaðir til þess að tákna stærðir.
    • rétthyrndu hnitakerfi í fleti.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja fram og rökstyðja niðurstöður sínar með skýrum hætti
    • nota vasareikni við lausn viðfangsefna
    • nota gagnvirk forrit til þjálfunar í reikningi
    • nota stærðfræðileg vinnubrögð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fást við stærðfræðileg viðfangsefni dagslegs lífs.
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau.
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt.
    • greina og hagnýta upplýsingar á sviði stærðfræði sem birtast m.a. í fjölmiðlum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir hlutapróf og verkefni. Lokapróf er í áfanganum