Fjallað er um fjármál einstaklinga og helstu hugtök á sviði fjármála almennt. Áhersla er lögð á þjálfun í útreikningum þar sem telja má að kunnáttan hafi almennt hagnýtt gildi. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatrið sem varða mat á fjárfestingavalkostum, núvirðisútreikninga og útreikninga á verðgildi skuldabréfa.
FJÁR2FL05
og STÆR2FJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu vaxtahugtökum
helstu sparnaðarleiðum einstaklinga
útreikningi á ávöxtun og greint á milli nafnávöxtunar og raunávöxtunar
núvirði og framtíðarvirði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja helstu tegundir skuldabréfa og geta reiknað út greiðslur tengdar þeim
þekkja til helstu aðferða við verðtryggingu og geta reiknað út greiðslur af verðtryggðum skuldabréfum
geta reiknað út greiðslur, núvirði og framtíðarvirði greiðsluraðar
geta reiknað út innri vexti greiðsluraðar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta reiknað út hagkvæmustu fjárfestingavalkosti/tilboð með hjálp núvirðisreikninga ...sem er metið með... verkefnum og prófum
geta reiknað út kaupverð, gengi, afföll og yfirverð einföldustu gerða skuldabréfa ...sem er metið með... verkefnum og prófum
Nemendur þurfa að vinna mörg verkefni í áfanganum þar sem kennslan fer aðallega fram með verkefnavinnu nemenda. Námsmatið er mat á þessari vinnu ásamt tímaprófum og lokaprófi.