Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1327946334

    Fjármál einstaklinga
    FJÁR2FE05
    2
    fjármálalæsi
    einstaklinga, fjármál
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um fjármál einstaklinga og helstu hugtök á sviði fjármála almennt. Áhersla er lögð á þjálfun í útreikningum þar sem telja má að kunnáttan hafi almennt hagnýtt gildi. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatrið sem varða mat á fjárfestingavalkostum, núvirðisútreikninga og útreikninga á verðgildi skuldabréfa.
    FJÁR2FL05 og STÆR2FJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu vaxtahugtökum
    • helstu sparnaðarleiðum einstaklinga
    • útreikningi á ávöxtun og greint á milli nafnávöxtunar og raunávöxtunar
    • núvirði og framtíðarvirði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja helstu tegundir skuldabréfa og geta reiknað út greiðslur tengdar þeim
    • þekkja til helstu aðferða við verðtryggingu og geta reiknað út greiðslur af verðtryggðum skuldabréfum
    • geta reiknað út greiðslur, núvirði og framtíðarvirði greiðsluraðar
    • geta reiknað út innri vexti greiðsluraðar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta reiknað út hagkvæmustu fjárfestingavalkosti/tilboð með hjálp núvirðisreikninga ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • geta reiknað út kaupverð, gengi, afföll og yfirverð einföldustu gerða skuldabréfa ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    Nemendur þurfa að vinna mörg verkefni í áfanganum þar sem kennslan fer aðallega fram með verkefnavinnu nemenda. Námsmatið er mat á þessari vinnu ásamt tímaprófum og lokaprófi.