Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1327946856

    Fjármálastjórnun
    FJÁR3FS05
    1
    fjármálalæsi
    fjármála, stjórnun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er nánar um helstu viðfangsefni fjármála og fjármálastjórnunar. Gerð er grein fyrir hagrænu mikilvægi fjármagnsmarkaða og lögð áhersla á að nemendur skilji og geti túlkað helstu upplýsingar sem koma fram á fjármálamarkaði. Farið er í samval verðbréfa og áhættuhugtök tengd verðbréfasöfnum. Þá er fjallað um nokkur helstu viðfangsefni fjármálafyrirtækja og gerð grein fyrir afleiðum með mismunandi undirliggjandi eignum.
    FJÁR2FE05 og STÆR3AF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu störfum sérfræðinga í fjármálum
    • hefðbundinni skiptingu á verðbréfamarkaði
    • mismunandi skilgreiningum á fjármagnskostnaði fyrirtækja og útreikninga tengdum þeim
    • þekkja til helstu markaðsverðbréfa á íslenskum verðbréfamarkaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út ávöxtun mismunandi fjárfestingarkosta
    • greina helstu áhættuþátta í sambandi við verðbréfaviðskipti
    • greina helstu aðferðir við mat á áhættu í verðbréfaviðskiptum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta metið fjárfestingavalkosti sem standa til boða, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    Nemendur þurfa að vinna mörg verkefni í áfanganum þar sem kennslan fer aðallega fram með verkefnavinnu nemenda. Námsmatið er mat á þessari vinnu ásamt tímaprófum og lokaprófi.