Unnið að markvissri og fágaðri málnotkun. Aðaláhersla er lögð á bókmenntir, svo sem verk Shakespeares og valin nútímaskáldverk. Nemendur eru þjálfaðir í að lesa texta með tilliti til bókmenntagreiningar, málnotkunar og persónusköpunar verksins. Nemendur gera mismunandi verkefni, munnleg og skrifleg. Nemendur eru hvattir til sjálfstæðra vinnubragða auk rökstuddrar túlkunar á verkunum.
ENSK3EV05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
klassískum og nútíma bókmenntatextum.
helstu reglum við skipulag texta í inngang, meginmál og lokaorð.
að flokka og aðgreina reglur um heimildanotkun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina ólíkar gerðir bókmenntaverka.
skrifa bókmenntaritgerðir.
nota heimildir við ritgerðaskrif.
tjá sig með skýrum, nákvæmum lýsingum um flókin málefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja fram sjálfstæð, rökstudd sjónarmið munnlega og skriflega.
skrifa ritgerðir studdar heimildum og tilvitnunum.
lesa og greina flókna bókmenntatexta.
Áfanginn er símatsáfangi. Mat felst m.a. í heimildaritgerðum, stuttum ritunarverkefnum, munnlegum prófum, samanburði á ólíkum bókmenntatúlkunum.