Nú er tölvutæknin notuð til þess að færa bókhald eftir fylgiskjölum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald. Kynntir eru möguleikar á ítarlegri skýrslugerð ásamt túlkun og greiningu upplýsinga. Nemendum er kynnt mikilvægi upplýsingakerfa fyrir stjórnendur í nútíma viðskiptaumhverfi þar sem nákvæmar upplýsingar nýtast þeim til skilvirkrar ákvarðanatöku.
BÓKF1IB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
röðun og varðveislu fylgiskjala
uppsetningu og skipulagi bókhaldslykla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
færa bókhald eftir fylgiskjölum
vinna með mismunandi færslur
gera upp fyrir tiltekið reikningstímabil
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta útbúið launaseðla og skilaskýrslur ...sem er metið með... verkefnum
geta nýtt upplýsingakerfi til markvissrar upplýsingaöflunar ...sem er metið með... verkefnum
geta greint og túlkað upplýsingar ...sem er metið með... verkefnum
Námsmatið fer fram með mati á verkefnavinnu, ástundun og virkni í tímum. Nemendur vinna bókhald fyrir lítið fyrirtæki og skila afstemmdu uppgjöri fyrir hvern mánuð. Námsmatið er byggt á þeim skilum, ásamt lokauppgjöri í árslok og túlkun á því.