Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1328265763

    Bókfærsla ársreikninga
    BÓKF3BÁ05
    1
    bókfærsla
    bókfærsla, ársreikningar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Meginhluti áfangans felst í gerð og greiningu ársreikninga. Farið er í lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Áhersla er lögð á uppsetningu rekstrar- og efnahagsreiknings í samræmi við lög um ársreikninga. Farið er í gerð fjárstreymisyfirlita, sjóðstreymis og fjármagnsstreymis. Ársreikningar eru túlkaðir með kennitölum. Fengist er við áætlanagerð og frávikagreiningu.
    BÓKF2FB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lögum um bókhald og ársreikninga
    • reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga
    • áritun og skýringum með ársreikningum
    • hvernig bókhald getur auðveldað áæltanagerð, stjórnun, eftirlit og ákvarðanatöku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • geta sett upp rekstrar – og efnahagsreikning
    • geta gert sjóðstreymi með beinni og óbeinni aðferð
    • geta reiknað út og túlkað kennitölur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lýst helstu þáttum fjárhagsáætlunar og geta skýrt hana ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • geta sett upp áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • gera frávikagreiningar við áætlanagerð ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    Nemendur þurfa að vinna mörg verkefni í áfanganum þar sem kennslan fer aðallega fram með verkefnavinnu nemenda. Námsmatið er mat á þessari vinnu ásamt tímaprófum og lokaprófi.