Verkefnamiðaður áfangi þar sem megináhersla er lögð á sjálfbæra þróun umhverfismál. Kynntar verða aðferðir til að leggja mat á verðmæti náttúru og umhverfis.
UMHV1ME05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
umhverfissiðfræði og helstu stefnum í umhverfismálum.
grunnhugsun sjálbærra nýtingar og afleiðingum auðlindanýtingar og hvernig megi draga úr umhverfisáhrifum.
lögum og samþykktum er varða umhverfismál.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um umhverfismál og lesa úr fræðilegum textum á því sviði.
vinna með öðrum að lausn verkefna tengdum umhverfismálum.
ræða um umhverfismál og rökstyðja mál sitt á vísindalegum grundvelli.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka ákvarðanir í eigin lífi um umhverfismál.
mynda sér skoðanir og taka þátt í umræðum um umhverfismál og hagnýtingu auðlinda.
afla sér frekari þekkingar um sjálfbæra þróun og umhverfishagfræði á æðri námsstigum.
leggja mat á heildarumhverfisáhrif auðlindanýtingar og geta út frá því borið saman umhverfisáhrif mismunandi lausna.