Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331477697

    Yndislestur
    ÞÝSK2YL05
    5
    þýska
    yndislestur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á lestur texta af ýmsum toga með það að markmiði að nemendur kynnist sögu, bókmenntum og menningu Þýskalands ásamt því að byggja upp orðaforða og efla lesskilning. Áhersla er lögð á lestur lengri bókmenntaverka, þemavinnu, munnlegar kynningar og ýmis konar hlustunar-, ritunar- og talæfingar til að styrkja og bæta við þann grunn sem þegar hefur verið lagður.
    ÞÝSK2BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi textagerðum
    • menningu og samfélagi þýskumælandi landa í gegnum skáldsögur, ljóð og sönglög
    • fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
    • flóknari þáttum málkerfisins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ólíkar textagerðir
    • vinna sjálfstætt úr lengri textum
    • skilja skýrt talað mál og ná megininntaki í lengri frásögn og ljóðum
    • skrifa vandað og rétt mál, tjá eigin skoðanir og fyrirætlanir
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn við ritun texta
    • tjá sig skýrt um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • beita framburði og málnotkun á sem réttastan hátt
    • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla munnlega og skriflega um efni sem hann hefur kynnt sér ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
    • tjá sig á þýsku við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum ...sem er metið með... munnlegri framsögn
    • tileinka sér mismunandi texta ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • skrifa mismunandi tegundir texta ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • fjalla um ljóðagerð og túlka ljóð með eigin orðum ...sem er metið með... verkefnum, prófum og munnlegri framsögn
    • vinna lokaverkefni um skáldsögu og/eða ljóð ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • meta eigið vinnuframlag og annarra ...sem er metið með... sjálfsrýni
    Munnlegt próf, lokaverkefni og ýmsi munnleg og skrifleg verkefni sem unnin eru yfir önnina.