Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331562811

    Samtímamenning
    MENN2SA05
    1
    menning
    samtímamenning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur listum og menningu samtímans á Íslandi og völdum stöðum erlendis. Nemendur skoða ýmsa þætti listalífsins, s.s. myndlist, hönnun, leiklist, ljósmyndun, dans, kvikmyndir og tónlist, hvern í samhengi við annan og við félagslegt og heimspekilegt umhverfi . Vettvangsferðir á listviðburði skipa stóran sess í þessum áfanga þar sem nemendur eiga að skila rökstuddri, faglegri gagnrýni eða umræður verða um viðburðina. Nemendur þjálfast í að vinna sjálfstætt og með öðrum í að afla sér þekkingar af netinu, úr bókum, fjölmiðlum, sýningarferðum o.fl. og vinna fjölbreytt verkefni og kynningar í máli, myndum og hljóði fyrir samnemendur sína. Nemendur gera myndband um samtímalistamann og vinna með þá þekkingu sem þeir fengu í MENN1SO05, hvernig taka á myndband og klippa það til kynningar með innskotum eins og stiklum, ljósmyndum og tónlist. Nemendur vinna einnig verkefni með áherslu á hvernig hönnuðir og myndlistarmenn vinna. Í áfanganum verður fram haldið þeirri vinnu með texta sem lagður var grunnur að í áfanganum MENN1SO05 en hér verður áhersla lögð á texta þar sem fjallað er um menningu samtímans. Samræður skipa stóran sess í áfanganum og nemendur fá þjálfun í að skrifa texta um eigin verk og annarra þar sem orðaforðinn er nýttur.
    MENN1SO05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • menningu samtímans á Íslandi og í öðrum löndum
    • orðræðu sem notuð er þegar fjallað er um menningu og listir í samtímanum
    • fjölbreytileika samtímamenningar
    • samhengi listar, samfélagsgerðar og tíðaranda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna rannsóknarvinnu og koma henni frá sér á fjölbreyttan hátt
    • beita rökstuddri gagnrýni við umfjöllun um ólíka listviðburði
    • lesa, skilja og greina texta annarra um menningu og listir
    • skrifa texta þar sem fjallað er um listviðburði á vitsmunalegan og gagnrýninn hátt og þar sem rými er gefið fyrir tilfinningar og innsæi
    • taka þátt í samræðum um menningu og listir í samtímanum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa texta um ólíka þætti samtímamenningar ...sem er metið með... ferilmöppu
    • hafa áhrif á og taka þátt í umræðu um menningu samtímans ...sem er metið með... ferilmöppu og munnlegri tjáningu
    • fjalla um og þróa eigin sköpun ...sem er metið með... ferilmöppu og munnlegri tjáningu
    • njóta og skilja listir og menningu ...sem er metið með... munnlegri framsögn
    Áfanginn er símatsáfangi þar sem nemendur skila ferilmöppu með öllum verkefnum sem ásamt ástundun og virkni í tímum og umræðum liggur til grundvallar einkunn.