Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331565874

    Frá nýrómantík til nútímans
    ÍSLE3BN05
    6
    íslenska
    bókmenntir, nútími
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20. aldar og fyrstu árum 21. aldar í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá, glöggva sig á inntaki bókmenntaverkanna og skoða erindi þeirra við samtímann.
    Amk. 10 einingar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ritgerðasmíð og heimildavinnu
    • helstu einkennum íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti sem og til náms í erlendum tungum
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
    • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta, stefnum í íslenskum bókmenntum að fornu og nýju og öllum helstu bókmenntahugtökum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ritun heimildaritgerða þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
    • frágangi heimildaritgerða og hvers kyns texta og að nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
    • nýta málfræðihugtök af öryggi í umræðum um málið og þróun þess, menningu og sögu
    • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
    • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum, hvort sem er í ræðu eða riti, og meta áreiðanleika þeirra
    • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel upp byggða ræðu eða ítarlega kynningu á flóknu efni
    • lesa allar gerðir ritaðs máls að fornu og nýju sér til gagns og gamans, skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum ...sem er metið með... ritunarverkefnum og ritgerðarskrifum
    • leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra, til dæmis með því að nýta málfræðiupplýsingar og þekkingu sína á íslenska málkerfinu ...sem er metið með... umræðum og gagnvirkum verkefnum á vef
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti ...sem er metið með... munnlegum kynningum og ritunarverkefnum
    • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu ...sem er metið með... bókmenntaumræðu og verkefnavinnu
    • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum ...sem er metið með... skriflegum bókmenntaverkefnum
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum ...sem er metið með... skriflegum verkefnum, samvinnuverkefnum og einstaklingsverkefnum ásamt munnlegum kynningum
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Verkefni nemenda, jafnt munnleg sem skrifleg, eru metin til einkunnar ásamt prófum sem lögð eru fyrir reglulega.