Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331566992

    Yndislestur
    ÍSLE3YN05
    7
    íslenska
    yndislestur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum les nemandi 5 bækur af lista og að auki tvær fræðigreinar og bókmenntagagnrýni (dagblöð, tímarit, netið) tengdar bókmenntalestri sínum. Miðað er við að lestur hverrar bókar taki tvær vikur. Best er að lesa jafnt og þétt til að álagið verði sem jafnast. Engin tímasókn er í áfanganum en nemandi tilkynnir kennara hvaða bækur hann velur og heldur lestrardagbók þar sem hann gerir grein fyrir lestrarreynslu sinni. Skrifa skal tvisvar í viku í dagbókina (fjórar færslur fyrir hverja bók) um það bil eina bls. (A4) í hvert sinn. Hverjum kafla lestrardagbókarinnar skal skilað til kennara í tölvupósti eftir að lestri bókar er lokið. Þá skal nemandi mæta til viðtals við kennara, gera honum grein fyrir efni hverrar bókar munnlega og vera undirbúinn með valinn kafla úr bókinni og lesa upp. Nemandi verður að geta gert grein fyrir textavali sínu og sett það í samhengi við umræðu sína um bókina.
    Amk. 10 einingar af 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum bókmennta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntatexta frá mismunandi tímum
    • flytja af öryggi vel byggða kynningu á bókmenntalegu viðfangsefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum ...sem er metið með... skriflegum verkefnum og munnlegum samræðum
    • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um bókmenntir ...sem er metið með... skriflegum verkefnum og munnlegum samræðum
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum ...sem er metið með... skriflegum verkefnum og munnlegum samræðum
    Lestrardagbók 50% Munnlegar greinargerðir 40% Kynning á fræðigrein 10%