Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331981322

    Rödd og texti
    LEIK2RT05
    1
    leiklist
    rödd og texti
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áhersla í áfanganum er á að kenna mismunandi aðferðir í textameðferð bæði textaflutningi og textaskilningi. Farið er í bundinn texta eins og gríska harmleiki og Shakespeare. Einnig er farið í nútímatexta og nemendur fá tækifæri til að búa til sínar eigin einræður út frá nútímatexta. Nemendur læra að vinna texta til flutnings og farið er í grunnvinnu í raddbeitingu og hljóðmótun. Einnig fá nemendur kennslu í raddheilbrigði. Nemendur fá þjálfun í að hlusta á og flytja mismunandi gerðir texta.
    LEIK1GR05 og LEIK1SP05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig vinna á bundinn texta til túlkunar á leiksviði
    • hvernig röddin virkar sem líffæri og hvernig á að halda henni heilbrigðri
    • sjálfum sér í vinnunni
    • þeim ólíku leiðum sem hægt er að fara til að túlka og tjá texta á sviði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hita upp rödd og líkama til að undirbúa textaflutning
    • greina bundinn og óbundinn texta til túlkunar og flutnings
    • beita röddinni á þann hátt sem gerir túlkun texta áhrifaríkan og dýnamískan
    • nota röddina sína á heilbrigðan hátt
    • miðla til annarra hvernig hugsa á vel um röddina
    • skrá hjá sér hugleiðingar sínar um textavinnuna, sjálfan sig í vinnunni og hugmyndir sínar um leikhús, efnið og fleira sem nemanda langar til að skrifa um
    • gera sér grein fyrir þeim fjölmörgu ólíku leiðum sem hægt er að fara í textaflutningi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja bundinn og óbundinn texta á áhrifaríkan og blæbriðaríkan hátt ...sem er metið með... munnlegri framsögn
    • geta sagt frá og skrifað um þá möguleika sem eru til við að túlka og tjá texta ...sem er metið með... dagbók og munnlegri tjáningu
    • geta sagt frá og skrifað um eiginn möguleikum og hindrunum í textaflutningi ...sem er metið með... dagbók, umræðum og gólfvinnu
    • geta sagt frá hvernig heilbrigð rödd virkar ...sem er metið með... munnlegu prófi
    Aðaláhersla áfangans er á greiningu og túlkun einræðutexta. Nemandi fær mörg tækifæri til flytja einræður og hlusta á hina. Í umræðum í textavinnunni gerir kennari nemendum grein fyrir helstu áherslum við textavinnu. Metið verður hversu margar ólíkar og skapandi leiðir nemandi getur valið til að túlka mismunandi texta. Í lokin er fenginn utanaðkomandi prófdómari til að meta hæfni nemenda til að skila texta þar sem blæbrigði raddarinnar og leiktúlkun eru sérstaklega metin Skilningur á raddheilbrigði verður prófaður í stuttu munnlegu prófi í lok annar. Dagbók í gegnum önnina virkar sem aðhald og nemendur þurfa að skila greinagerð í lok annar um dagbókina sína og þann lærdóm og þroska sem hefur farið fram.