Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1331985470

    Senuvinna
    LEIK3SV05
    1
    leiklist
    senuvinna
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur læra að vinna leikin atriði á svið frá fyrsta samlestri að uppsetningu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og að nemendur skili þeirri heimavinnu sem sett er fyrir hverju sinni. Áfanganum lýkur með opnum tíma þar sem atriðin eru sýnd áhorfendum.
    LEIK2RT05 LEIK2BS05 LEIK2LS05 LEIK2SL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnu leikarans frá fyrsta samlestri þar til áhorfendur sjá hana
    • persónusköpun í handritavinnu
    • gildi góðs undirbúnings í persónusköpun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna sjálfstætt að persónusköpun
    • beita ólíkum aðferðum til að glæða leikpersónu lífi
    • vinna með öðrum að uppsetningu á leikatriði
    • nota nærsamfélag sitt og fjölmiðla til að sækja sér innblástur
    • tjá sig um persónusköpun, leikrita- og atriðagreiningu
    • greina leikhandrit
    • nýta sér hugmyndabók til persónusköpunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja saman þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu ...sem er metið með... verkefnum. gólfvinnu, dagbók og greinagerð
    • skapa trúverðuga leikhúspersónu á sviði og beitt við það bæði spuna sem og góðum undirbúningi sem metið er með gólfvinnu, dagbók, lokasýningu og greinagerð
    • sýna sjálfstæð, öguð og einbeitt vinnubrögð ...sem er metið með... námssamningi og sjálfsmati
    • geta sett upp leikatriði og framkvæmt öll þau ólíku verk sem þarf til að hrinda slíku í framkvæmd ...sem er metið með... gólfvinnu og lokaverkefni
    Námsmat byggir fyrst og fremst á gólfvinnu nemanda og hversu sjálfstæð vinnubrögð hann sýnir í persónusköpun og vinnubrögðum. Mat er lagt á virkni, mætingu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Smærri verkefni eru einnig. Áfanganum lýkur með lokaverkefni.