Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1335957658

    Fagurfræði
    HEIM2FF05
    3
    heimspeki
    fagurfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er almenn kynning á heimspeki fagurfræðinnar. Söguleg staða fagurfræðinnar innan heimspeki útskýrð og tengsl hennar við hugvísindi. Sérkenni fagurfræðinnar tekin fyrir. Fjallað verður um helstu heimspekinga og kenningar fagurfræði. Skoðuð verða hugtök eins og fegurð og sannleikur og hvernig þau koma fram í umhverfi okkar. Upplifun og reynsla af umhverfi okkar og sjónrænum þáttum í tilveru okkar verða tekin fyrir og fjallað um útfrá sjónarhorni fagurfræðinnar.
    Inngangur að félagsvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu fagurfræðinnar
    • sérstöðu fræðigreinarinnar meðal vísindanna
    • helstu heimspekingum fagurfræðinnar og stefnur þeirra
    • helstu aðgreiningar, kenningar og lögmál fagurfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita fagurfræðinni á ólík vandamál, hvort sem þau eru sjónræns eðlis eða þekkingarfræðileg
    • aðgreina fagurfræðileg vandamál frá öðrum vandamálum
    • beita fagurfræðilegri nálgun á sjónræna upplifun
    • taka þátt í heimspekilegri rökræðu um fagurfræði, bæði með virkri hlustun og rökstuddri afstöðu
    • taka þátt í rökræðu, bæði með því að beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn til að taka gagnrýni á uppbyggilegan máta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta og sjónrænnar upplifunar ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar af talsverðu öryggi og bregðast við viðmælendum ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum. skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
    • skrifa margs konar texta og fylgja þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    • meta eigið vinnuframlag ...sem er metið með... umræðum og skriflegum verkefnum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.