Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1340098940

    Kvikmyndasálfræði, framhald
    SÁLF3KF05
    9
    sálfræði
    framhald, kvikmyndasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Greining á sálfræði kvikmynda. Vandlega er farið í kvikmyndir sem taka sérstaklega á sálfræðilegum þáttum. Ákveðnar myndir eru skoðaðar og nemendur vinna svo rannsóknarvinnu til að meta sanngildi þeirra sálfræðilegu þátta sem koma fram í myndinni. Hver verkþáttur tekur tvær vikur þar sem ein mynd er vandlega greind, hún tengd við annað efni, myndrænt og textalega, s.s. heimildamyndir og fræðirit. Dæmigerðir efnisþættir eru einstaka geðraskanir, s.s. hugraskanir eins og Alzheimer, persónuleikaraskanir eins og jaðar- og andfélagslegur persónuleiki, lyndisraskanir eins og þunglyndi, og kvíðaraskanir eins og árátta og þráhyggja. Áfanginn er próflaus með verkefnaskilum aðra hverja viku. Þegar tekin eru fyrir víð svið og alvarleg, svo sem eins og geðklofi, rofinn persónuleiki, andfélagslegur persónuleiki eða þroskahömlun getur verið nauðsynlegt að taka fyrir nokkarar myndir saman. T.d. gæti verið gagnlegt að skoða allt þema Hannibalmyndanna til að skoða andfélagslegan persónuleika, ekki bara The Silence of the Lambs, Red Dragon og Hannibal, heldur líka Hannibal Rising og Manhunter, til að ná almennilega utan um það þema. Það er t.d. ekki fyrr en í Hannibal Rising, svo dæmi sé tekið, sem að útskýring á upphafi vandamálsins kemur fram. Það sama gildir um t.d. Psycho en fjórða myndin í þeirri seríu er með sama hætti útskýringin þótt myndirnar sem hér er vísað til sem dæmi, séu ekkert sérstaklega góðar sem kvikmyndir.
    SÁLF1KV05, SÁLF2IS05 eða sambærilegir áfangar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • umfangi þess vandamáls sem kynnt er hverju sinni
    • helstu flokkum sálrænna þátta sem fyrir koma í kvikmyndum
    • þeim þáttum sem kvikmyndir til dæmis mistúlka sálfræðilegs eðlis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna fleiri kvikmyndir sem kynna sama þema og tekið er fyrir í áfanganum
    • leita eftir sambærilegum þemum og kennd hafa verið og öðrum kvikmyndum með sambærilegum efnistökum
    • gagnrýna það hvernig kvikmyndir mistúlka sálfræðilega þætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • yfirfæra yfir á aðrar kvikmyndir um sömu og önnur þemu
    • vega og meta það sem reynist rétt og rangt í kvikmyndum þar sem fullyrt er að myndin sé „byggð á sönnum atburðum”
    • meta aðrar kvikmyndir út frá sömu þáttum og kenndir eru í áfanganum
    • yfirfæra sálfræðilega þætti á kvikmyndir sem ekki eru gerðar út frá þeim þáttum, t.d. taka siðferðilega afstöðu til kvikmynda eða meta hvort kynþáttamisrétti leynist í myndum, o.s.frv.
    Símatsáfangi