Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1329210459

    Mannkynssaga frá 4000 f.kr til nútímans
    SAGA2MS06
    4
    saga
    mannkynssaga
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur nái tökum á heimildavinnubrögðum og öðlist þekkingu á tilteknum lykilþáttum í mannkynssögu frá öndverðu til nútímans. Nemendur fá innsýn í viðtalstækni og reyna sig á viðtali um söguleg efni.
    Að nemandi hafi lokið áföngunum FÉLA2AK06 og ÍSLE2RB06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilteknum þáttum í mannkynssögu
    • heimildavinnubrögðum
    • uppbyggingu ritgerða
    • heimildaleit
    • viðtalstækni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa heimildaritgerðir
    • miðla sögulegri þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt
    • meta gildi heimilda á gagnrýninn hátt
    • taka viðtöl um tiltekna þætti í sögunni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta deilt þekkingu sinni með öðrum
    • geta notað upplýsingatækni í þekkingarleit og miðlun þekkingar á gagnrýninn og skapandi hátt
    • sýna frumkvæði og skapandi hugsun
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir: Verkefnavinna: 70% Lokaverkefni: 20% Frammistöðumat: 10%