Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1329211332

    Íslands- og mannkynssaga frá 1914 til 1989
    SAGA3ÍM06
    10
    saga
    íslands- og mannkynssaga
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist ólíkum tegundum sagnfræðilegra vinnubragða. Leitast verður við að kynna aðferðir við söfnun munnlegrar sögu, frumheimildir og gildi heimilda sem og ólíkar nálganir innan sagnfræðinnar svo sem einsögu, kvennasögu og hagsögu. Fjallað verður um tímabilið sem kallað er stutta 20. öldin, tímabilið frá 1914-1989. Tímabilið verður skoðað bæði með gleraugum mannkynssögunnar en atburðir hennar verða einnig skoðaðir frá íslensku sjónarhorni.
    Að minnsta kosti einn áfangi í sögu eða íslensku á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilteknum þáttum í sögu 20. aldar
    • helstu reglum í heimildavinnu
    • möguleikum í miðlun sögunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda
    • nota heimildir á gagnrýninn hátt
    • vinna heimildaverkefni
    • koma sögulegri þekkingu sinni á framfæri á fjölbreyttan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina meginþætti og álitamál í sögunni
    • geta leitað eftir mismunandi sjónarhornum
    • geta túlkað og ályktað um tiltekna atburði sögunnar
    • átta sig á tíðaranda
    • geti miðlað þekkingu sinni og hæfni á skapandi hátt
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin allan námstímann. Verkefnavinna 60% Lokaverkefni 30% Frammistöðumat 10%