Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1329316545

    Enska - bókmenntir, saga og menning
    ENSK3BS06
    25
    enska
    bókmenntir, menning, saga
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    Í áfanganum verður sjónum beint að ólíkum átakasvæðum í heiminum. Skoðaðar verða bókmenntir og saga þess lands sem er í deiglunni og netefni sem tengjast átökum af trúarlegum, kynþátta-og stjórnmálalegum toga víða um heim. Skoðaðar verða kvikmyndir með tengdu efni. Nemendur velja þverfagleg verkefni sem tengjast skáldsögum, sögu, menningu og átökum og fjalla einnig um skylduefni. Gerðar eru ítarlegri kröfur um málnotkun og orðaforða í skriflegum verkefnum. Kennsla fer fram á ensku.
    Að nemandi hafi lokið áfanganum ENSK3BL06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilteknum átakasvæðum í heiminum
    • tilteknum bókmenntaverkum
    • ólíkum siðum, venjum og hefðum ólíkra þjóða
    • hvernig trúarbrögð eru notuð til að skapa ágreining milli hópa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja tiltekin deilumál í heiminum
    • bera kennsl á þá þætti sem vekja upp deilur milli hópa
    • tjá sig um skoðanir sínar á tilteknum deilumálum í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á viðkvæmu ástandi víða um heim í dag og sögulegar skýringar á því
    • skilja upphaf og ástæður deilna, t.d. milli ólíkra trúarhópa
    • tjá sig munnlega og skriflega á skapandi hátt á ensku um rökstuddar skoðanir sínar
    • vinna sjálfstætt og í lýðræðislegri samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
    Textarýni: 20% Kjörbókarverkefni: 40% Lokaverkefni: 30% Frammistöðumat: 10%