Markmið þessa áfanga er að kynna nemendum helstu grunnþætti við plastframleiðslu, svo sem framleiðsluaðferðir og framleiðslutækni þannig að þeir geti skipulagt framleiðslu með tilliti til þeirrar vöru eða þess hlutar sem óskað er eftir að framleiða og ákveðið framleiðsluferlið og verklag við framleiðsluna.
Nemandi skal geta hannað og smíðað mót til plastlagningar, lagt plastefni og styrktarefni í mótin, fjarlægt loftbólur,blandað íblöndunarefnum og herði og fjarlægt smíðagrip úr móti.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu framleiðsluaðferðum og framleiðsluferlum við plastframleiðslu í mótasmíði
mótagerð og þeim kröfum sem gera þarf til móts til þess að fá rétta yfirborðsáferð og lögun
aðferðu og verklagi við plastlagningu, þ.m.t. blöndun herðis og annarra íblöndunarefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja viðeigandi framleiðsluaðferð til framleiðslu á tilteknum hlut með tilliti til þeirra eiginleika sem sá hlutur skal gæddur
mæla fyrir um gerð og undirbúning framleiðslumóta með tilliti til lögunar og yfirborðseiginleika
ákveða staðsetningu og gerð samskeyta eða samtenginga
mæla fyrir um lagningu viðeigandi kjarnaefna, styrkinga- og herðiefna
blanda hráefnum saman í réttum hlutföllum og með réttum hætti þannig að afurðin fái rétta eiginleika
ákveða nauðsynlegan herslutíma og umhverfisskilyrði við herslu
losa hlut úr framleiðslumótum
sannreyna eiginleika efnis að herslu lokinni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
mæla fyrir um og framkvæma einstaka verkþætti við framleiðslu trefjaefna ...sem er metið með... bóklegum og verklegum verkefnum
mæla fyrir um og framkvæma hefðbundna handlögn við plastlagningu trefjaplasts þannig að kröfum um styrk og yfirborðsáferð sé fullnægt ...sem er metið með... verklegum verkefnum
smíða mót til plastlagningar,blandað íblöndunarefnum og herði, lagt plastefni og styrkingarefni í mótin, fjarlægt loftbólur og fjarlægt smíðagrip úr móti ...sem er metið með... verklegum verkefnum skv. verklýsingu
Símat byggt á verkefnum, hlutaprófum, sjálfsmati og jafningjamati.