Markmið þessa áfanga er að kynna nemendum þau lög og reglur sem taka til smíði á skipum úr trefjaplasti og til framleiðsluaðila og húsnæðis fyrir plastbátaframleiðslu og um tilhögun eftirlits með framkvæmd þeirra laga og reglna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvaða reglur gilda um smíði á skipum úr trefjaplasti sérstaklega, þ.m.t.. smíðareglur í svonefndum Norðurlandareglum
hlutverki Siglingastofnunar Íslands, um framkvæmd eftirlits með skipum og hlutverk einkarekinna skoðunarstofa
tilhögun og framkvæmd skoðana sem framkvæma skal við smíði á nýjum skipum og við breytingar á eldri skipum
þeim reglum sem gilda um framleiðslu á afurðum úr plasti og skilyrði þess að fá útgefna viðurkenningu sem plastbátasmiður og til plastbátasmíði, þ.m.t. kröfur til framleiðsluhúsnæðis og heilbrigðiskröfur
skilyrðum þess að mega standa fyrir og hafa með höndum verkstjórn við smíði á og viðgerðir á plastbátum og þá ábyrgð sem hvílir á verkstjóra
reglum um meðferð og geymslu plastefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp áætlun um framkvæmd opinbers eftirlits með þeim verkefnum sem fyrirtæki tekur að sér
skipuleggja og undirbúa lögboðnar skoðanir og úttektir einkarekinna skoðunarstofa og Siglingastofnunar á skipum sem smíðuð eru hjá viðkomandi framleiðanda eða með skipum sem koma til viðgerða eða breytinga
semja verklagsreglur um framkvæmd gæðaeftirlits innan fyrirtækisins sem tekur mið af gildandi reglum
fara að þeim reglum sem gilda um smíði og viðgerðir báta úr trefjaplasti, þ.m.t. reglur um húsnæði og framleiðsluskilyrði að því er varðar hita og raka
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sjá til þess að sú starfsemi sem hann ber ábyrgð á fari að þeim reglum sem gilda um starfsemina ...sem er metið með... verkefnum og skriflegum prófum.