Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1362068964.19

    Viðgerðir og yfirborðsmeðhöndlun
    PLAS2VY02
    2
    Plastiðnir
    Viðgerðir, yfirborðsmeðhöndlun
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Markmið áfangans er að kynna nemendum smærri viðgerðir á hlutum sem smíðaðir eru úr trefjaplasti, annast viðhald á trefjaefni með tilliti til skaða á slithúð og verklag við að tryggja rétta yfirborðsáferð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orsökum skemmda í yfirborði trefjaplasts og aðferðum til að gera við slíkar skemmdir
    • nauðsyn þess að loka rispum, brotum eða sprungum á slithúð
    • verklagi við viðgerðir á slithúð með tilliti til hreinsunar og undirbúnings, notkunar á viðeigandi efnum, til þeirra verkfæra sem henta til slíkra verka og til framkvæmdar einstakra verkþátta þannig að viðgerðin sé varanleg og áferðarfalleg
    • verklagi til að tryggja rétta yfirborðsáferð
    • verklagi til að verja trefjaplast fyrir þeim umhverfisþáttum sem valda eyðingu eða tæringu
    • öldrunaráhrifum plasts og afleiðingum umhverfisþátta, svo sem sólarljóss á líftíma efnis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • annast með fullnægjandi hætti minni háttar viðgerðir á trefjaplasti, s.s. viðgerðir á sprungum ofan sjólínu og viðgerðir á ystu lögum trefja og á slithúð trefjaefnis neðan sjólínu með þeim hætti sem fullnægjandi þykir og reglur gera ráð fyrir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • annast og bera ábyrgð á viðgerðum á slithúð trefjaplasts og vörn fyrir áframhaldandi skemmdum á trefjaefnum ...sem er metið með... verkefnum og skriflegu prófi
    Símat byggt á verkefnaskilum, jafningjamati og sjálfsmati.