Markmið áfangans er að veita nemendum undirstöðuþekkingu á plastefnum, efnafræði þeirra, eiginleikum og notkunarmöguleikum þannig að þeir geti lagt mat á hvaða efni henti til nota við framleiðslu mismunandi afurða úr plastefnum með tilliti til notkunareiginleika, styrks og umhverfisþátta.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu flokkum plastefna, nafnakerfi og flokkun fjölliða
enfafræði og eiginleikum plastefna, háð tegundum og meðhöndlun
ráðstöfunum sem viðhafa skal við geymslu og notkun plastefna með tilliti til heilbrigðis- og umhverfisþátta
helstu gerðum pólystera með tilliti til hvarfagirni, styrks, upphitunareiginleika, efnaþols, endurvinnslu og annarra eiginleika
gerð og notkun styrkingarefna
notkun herðiefna, eiginleikum þeirra og það efnaferli sem á sér stað við notkun þeirra
algengustu gerðum slithúða, lögn slithúða og hlutverk
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja plastefni og viðeigandi herði- og styrkingarefna með hliðsjón af þeim eiginleikum sem sóst er eftir
tryggja rétta meðferð og gæði hráefna, rétta efniseiginleika framleiðslueininga og rétt efnisleg gæði framleiðslu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
mæla fyrir um val á efnum og meðferð þeirra til þess að gæða framleiðslu þeim eiginleikum sem óskað er eftir