Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1362393472.74

    Íslensk hönnunarsaga, frá 1900 til dagsins í dag
    SAGA1ÍH05
    1
    saga
    frá 1900 til dagsins í dag, íslensk hönnunarsaga
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum verður lagt áherslur á kennslu í íslenskri hönnunarsögu frá aldamótum 1900 til dagsins í dag. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti hönnuða á þessum tíma svo sem frelsisbaráttuna, fyrri og seinni heimstyrjöldin, menntun, nýbreytni í framleiðsluþáttum og annað sem voru ríkir áhrifaþættir hverju sinni. Farið yfir samanburð á íslenskri hönnun og skandinavískri hönnun. Lögð verður sérstök áhersla á íslenskt handverk, þekktar byggingar, húsgagna- og innréttingasmíði. Einnig verður rennt yfir sögu okkar helstu hönnuða s.s. Gunnar Magnússon, Svein Kjarval, Guðjón Samúelsson og aðra sem hafa haft mikil áhrif á íslenska hönnun og handverk.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu áhrifaþáttum hönnuða í gegnum áratugina
    • Þekktustu hönnuðum landsins hverju sinni
    • Þekktum hönnunarstykkjum, hvort heldur sem um ræður handverk, byggingar, einstök húsgögn eða hönnunarstíla
    • Hverjir eru helstu áhrifaþættir samtímahönnunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tilgreina einstaka stíla íslenskra hönnuða
    • Tengja saman handverk, byggingar, húsgögn eða önnur hönnunarstykki við ákveðna hönnuði
    • Tilgreina tímabil við hönnunnarstíla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tengja saman áhrifaþætti innan samfélagsins við þróun hönnunar hverju sinni
    • Geta greint á milli hönnuða og þess sem einkennir þá
    • Geta skilgreint hvað einkennir íslenska hönnun frá Skandinavískri hönnun og hvers vegna
    • Geta skilgreint hvað er líkt með Skandinavískri hönnun og hvers vegna
    • Þekkja þróun á íslensku handverki í gegnum tímabilið
    Símat, verklegar og bóklegar æfingar, heimsóknir, jafningjamat og sjálfsmat.