Áfanginn er verklegur og fræðilegur. Lesin verða þrjú leikrit: eitt íslenskt, eitt enskt og eitt franskt (erlendu leikritin eru lesin í íslenskri þýðingu). Áherslan er á æfingaferli leikarans og þann undirbúning og þá tæknilegu vinnu sem hann þarf að inna af hendi við uppsetningu leikrits hverju sinni. Valdar senur úr leikritunum eru skoðaðar sérstaklega, þær æfðar og leiknar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig leikhúsfólk hagar undirbúningi við uppfærslu leikrits
hvernig leikarar þróa og vinna karaktera á æfingatíma leikrits
mikilvægi rannsóknarvinnu þegar leikrit eru sett upp
samfélagslegum og sögulegum bakgrunni þriggja leikrita úr ólíkum áttum og höfunda þeirra
hvernig hægt er að aðlaga leikrit sem eru rituð fyrr á tímum að veruleika nútímans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna nauðsynlega rannsóknarvinnu fyrir uppsetningu leikrits
aðlaga eldri leikrit að nútímanum
búa til og þróa karakter í leikriti
æfa og sýna atriði úr leikritum eftir handriti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
njóta leiklistar og leikrita fyrri tíma, sem lesandi og áhorfandi
tjá sig í leiklist
greina og túlka hugmyndir og tíðaranda skilgreinds tímabils af þekkingu og skilningi.