Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1363166226.98

    Kalda stríðið
    SAGA3KS05
    5
    saga
    Kalda stríðið
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður fjallað um sögu Kalda stríðsins frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til ársins 1991 og gerð grein fyrir áhrifum þess á þá heimsmynd sem við nú búum við. Fjallað verður um hugmyndafræðileg átök stórvelda Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og einstökum tímabilum í sögu Kalda stríðsins gerð góð skil, þar sem skiptust á harðnandi deilur og friðarumleitanir. Fjallað verður um upphaf og endalok Kalda stríðsins, skiptingu heimsbyggðarinnar milli átakaaðilanna, hernaðarbandalög stórveldanna, staðgenglastríðin og járntjaldið í Evrópu, baráttu hagkerfa kommúnisma og kapítalisma, kjarnorkuvána, vígbúnaðar- og geimferðakapphlaupið auk áhrifa Kalda stríðsins á þróun ríkja og samfélaga um gervallan heim. Meðal einstakra efnisþátta verða m.a. staðgenglastríðin í Kóreu, Víetnam og Afganistan, deilurnar um Berlín og Kúbu, uppreisnir og andóf í Evrópu, uppgangur nýrra stórvelda Kína og Indlands sem og barátta uppreisnar- og skæruliðaafla í Suður-Ameríku, Asíu og Afríku undir merkjum sósíalisma.
    SAGA2MN5
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu sögulegum atburðum og átökum á tímum Kalda stríðsins
    • hugtakinu ógnarjafnvægi í samskiptum stórvelda og áhrifum þess
    • þeim ólíku hugmyndafræðilegu stjórnmálastefnum sem höfðu áhrif á tímabilinu
    • hugmyndafræðilegri baráttu kommúnískra og kapítalískra samfélaga á tímabilinu
    • efnahagsþróun tímabilsins í samfélögum Vesturlanda, Sovétríkjanna og á áhrifasvæðum þeirra
    • einkennum og sögu Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Evrópuríkja á tímabilinu
    • áhrifum Kalda stríðsins á alþjóðasamskipti og stjórnmálabaráttu í ólíkum heimshlutum
    • þeim alþjóða- og ríkisstofnunum sem höfðu áhrif á þróun Kalda stríðsins
    • helstu persónum sem höfðu áhrif á þróun Kalda stríðsins
    • vígbúnaðarkapphlaupi og geimferðakapphlaupi Kalda stríðsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fræðilegan texta á ensku um efni áfangans
    • afla sér upplýsinga um efni áfangans, greina þær og setja í sögulegt samhengi
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda og nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra
    • nýta sér internetið og bókasöfn til þess að afla sér dýpri fræðilegrar þekkingar á ýmsum efnisþáttum áfangans
    • beita sagnfræðilegum aðferðum við úrvinnslu og skráningu heimilda
    • tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans, rökræða efnið og geta miðlað því á fjölbreyttan máta
    • beita gagnrýnni hugsun og greina orsakasamhengi sögulegra atburða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma söguþekkingu sinni og skilningi á efninu á framfæri með fjölbreytilegum hætti
    • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningum um efni áfangans
    • gera sér grein fyrir orsökum Kalda stríðsins og ástæðum fyrir endalokum þess
    • geta ályktað um orsakasamband atburða í víðu sögulegu samhengi
    • meta og greina áhrif Kalda stríðsins á alþjóðasamskipti og valdajafnvægi stórvelda
    • geta ályktað um áhrif Kalda stríðsins á samtímaatburði og fá betri skilning á umfjöllun um alþjóðamál í fjölmiðlum
    • gera sér grein fyrir einkennum og hegðun stórvelda í samskiptum á alþjóðavettvangi
    • geta tekið gagnrýna afstöðu til samskipta stórvelda á alþjóðavettvangi og til hlutverks alþjóðastofnana.