Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1363167409.22

    Þjóðarmorð og voðaverk á 20.-21. öld
    SAGA3ÞV05
    8
    saga
    þjóðarmorð og voðaverk á 20.-21. öld
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Eftir helför nasista gegn gyðingum og fleiri hópum var gjarnan sagt „aldrei aftur“. Það „loforð“ hefur margoft verið svikið síðan þá. Í áfanganum á að skoða 20. og 21. öldina og líta á það sem flokkað hefur verið sem þjóðarmorð og/eða voðaverk en einnig verður skoðað hugtak sem farið var að nota um 1990; þjóðernishreinsanir. Því miður er af mörgu að taka í áfanga sem þessum. Efnistökin verða þau að með lestri, áhorfi og verkefnavinnu eiga nemendur að kynna sér ýmis þjóðarmorð og voðaverk sem framin hafa verið á sl. rúmum hundrað árum einkum af opinberum aðilum eða ríkisstjórnum. Einnig á að skoða refsingar og stríðsglæpadómstóla. Meðal þess sem skoðað verður er: Kongó á Leopoldstímanum, Namibía: Herero fólkið, Armenía 1915, Sovétríkin: hreinsanirnar og hungursneyðin í Úkraínu, helförin, voðaverk Japana í Kína, stóra stökkið og menningarbyltingin í Kína, Kambódía árið núll, Rúanda, Darfúr, Austur Kongó og fleira.
    SAGA1MU05 og SAGA2MN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu þjóðarmorð, hvenær það varð til og hvers vegna
    • skilgreiningu þess hugtaks
    • þjóðernishreinsunum og geti skilgreint hugtakið
    • stríðsglæpadómstólum og hvar þeir eru starfandi
    • helstu þjóðarmorðum/voðaverkum sem tengjast efninu, geti áttað sig á umfangi þeirra og orsökum og hvað olli þeirri skelfingu sem atburðurinn hafði í för með sér
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum við öflun heimilda og úrvinnslu þeirra
    • tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans, rökræða efnið og geta miðlað því á fjölbreyttan máta
    • skilgreina þau hugtök sem áfanginn fjallar um
    • greina áreiðanleika heimilda og upplýsinga sem er að finna um efnið
    • lesa fræðilega texta á íslensku og erlendum málum um efni áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina orsakir þessara voðaverka, gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra bæði staðbundið og á heimsvísu
    • átta sig á hvers vegna leiðtogar og hópar hvetja til voðaverka gegn þjóðum, þjóðarbrotum og etnískum hópum
    • útskýra hvers vegna alþjóðasamfélagið leggur svo mikla áherslu á að koma í veg fyrir þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir
    • greina orsakir þess að stórþjóðir og alþjóðastofnanir eru oft svifaseinar og getulitlar í málum þeim sem áfanginn fjallar um.
    Símatsáfangi.