Áfanginn er ætlaður nemendum á framhaldsskólaprófsbraut. Hér er nemendum ætlað að kynnast nærumhverfi sínu og þá með áherslu á lykilhæfni aðalnámskrár framhaldsskóla. Sérstaklega verður lögð áhersla á menntun til sjálfbærni, sem og læsis, tjáningar og samskipta í íslensku og tölum. Rýnt verður í hvaðeina er staðhættir, náttúra og atvinnulíf í nærumhvefinu hefur að bjóða og síðan sett í í víðara samhengi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Staðháttum, heitum, örnefnum í nánasta umhverfi.
Helstu þáttum atvinnulífs og afkomumöguleikum í heimabyggð
Samspili manns og umhverfis, áhrifum gjörða mannsins á náttúruna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Afla sér upplýsinga um hvaðeina í nærumhverfi og heimfæra á aðstæður í víðara samhengi.
Setja fram viðkomandi upplýsingar í ræðu og riti.
Greina ógnir og tækifæri í samskiptum manns og náttúru.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta leiðsagt gestum og gangandi um það sem fyrir augu ber í nánasta umhverfi.
Geta útlistað á hverju afkoma og tilvera nærsamfélagsins bggist.
Greina ógnir og tækifæri í samskiptum manns og náttúru.
Er tvíþætt:
Í fyrsta lagi verður metið vinnuframlag nemenda, sem svo aftur ræðst af þátttöku þeirra og virkni í öllu starfi v/ áfangann.
Í öðru lagi byggir matið á árangri nemanans hvað varðar þekkingu, leikni og hæfni í því er snýr að efnisinntaki áfangans
Þættirnir eru lagðir að jöfnu.