Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366651465.86

    Afgreiðslutækni
    AFTÆ2LS07(FÁ)
    1
    Afgreiðslutækni
    lyfjaafgreiðsla, samtækni, viðtalstækni
    Samþykkt af skóla
    2
    7
    Í áfanganum er farið í samskipti og framkomu við sjúklinga og aðra viðskiptavini sem leita þjónustu í apótekum og víðar í lyfjageiranum. Fjallað er um þarfir og stöðu sjúklinga og annarra viðskiptavina, spurningatækni og hvernig á að veita ráðgjöf. Farið er í lyfja- og vörukynningar og sölutækni. Farið er í rétt viðbrögð við þjófnaði og hvernig tekið skuli á kvörtunum og erfiðum afgreiðslum. Fjallað er um framsögn og kennslutækni. Farið er í heimsóknir og gestafyrirlesarar fengnir frá fyrirtækjum og stofnunum.
    SASK2SS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mannlegri breytni og líkamstjáningu
    • mikilvægi góðra samskipta og þjónustu
    • spurningatækni, framsögn og kennslutækni
    • þörfum og stöðu sjúklinga og annarra viðskiptavina
    • lyfja- og vörukynningum og sölutækni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna við að þjónusta sjúklinga og aðra ólíka hópa viðskiptavina
    • greina vandamál og þarfir sjúklinga og leysa farsællega úr þeim
    • kynna lyf og lyfjatengdar vörur
    • bregðast við þjófnaði
    • nota algeng kennslutæki
    • spyrja spurninga
    • veita ráðgjöf
    • bregðast við erfiðum viðskiptavinum
    • bregðast við kvörtunum viðskiptavina og leysa úr þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í þjónustu við sjúklinga og aðra viðskiptavini
    • greina vandamál með réttri spurningatækni og bregðast við þeim á faglegan hátt
    • útskýra faglega og persónulega það sem sjúklingar/viðskiptavinir þurfa að vita
    • vinna við lyfjakynningar og sölustörf
    • fræða og leiðbeina skjólstæðingum og samstarfsfólki
    Símat, verkefnavinna, kynningar nema á verkefnum, hlutapróf.