Áfanginn miðar að því að opna augu nemenda fyrir framandi þjóðtónlist víðsvegar að úr heiminum í samhengi við menningu og sögu viðkomandi þjóðar. Áhersla er lögð á verklega nálgun þannig að nemendur reyni sig við flutning og sköpun á framandi laglínum, takti og hreyfingum.
Skapandi tónlist 5 einingar (Popp og rokk)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því að þjóðtónlist eigi sér bæði fortíð og nútíð og sé afsprengi þess umhverfis sem hún verður til í
hljóðfærum, raddbeitingu og flutningsmáta sem tilheyra tiltekinni þjóðtónlist
tónaröðum, taktmynstrum og hreyfingum sem tilheyra tiltekinni þjóðtónlist
hugmyndafræði tónlistarmannfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
spila, syngja eða dansa þjóðtónlist af ýmsum toga einn eða í samstarfi við aðra
tjá sig um ólíkar tegundir þjóðtónlistar, setja fram hugmyndir sínar og bregðast við viðmælendum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera skapandi í hugsun ...sem er metið með... tónsköpun
beita áður framandi leiðum í að skapa tónlist eða dans ...sem er metið með... tónlistarflutningi og tónsmíðum
vera meðvitaður um þjóðfélagslegt gildi tónlistar ...sem er metið með... skriflegum og verkelgum verkefnum
tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum um þjóðtónlist við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... tónlistarflutningi og tónsmíðum
þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum við tónlistarflutning
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, tjáningu, þátttöku í tónlistarflutningi og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.