Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1366976186.45

    Inngangur að félagsvísindum á starfsbraut
    INNF1IS05
    1
    inngangur að félagsvísindum
    Inngangur að félagsvísindum, starfsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Valáfangi í félagsvísindum á starfsbraut þar sem áhersla er lögð á að bæta skilning á félagslegum fyrirbærum sem hafa áhrif á daglegt líf nemenda. Kynntar verða fræðigreinarnar heimspeki, sagnfræði, fornleifafræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, mannfræði og sálfræði. Kennsluaðferðir eru meðal annars umræður, verkefnavinna, örfyrirlestrar og gestafyrirlestrar. Markmið er að auka færni nemenda í að tjá sig munnlega og skriflega, fjalla um efni út frá eigin forsendum, hlusta á aðra og taka þátt í samræðu og samstarfi. Jafnframt er stefnt að því að námið auki víðsýni og nemendur tileinki sér jafnréttissjónarmið og umburðarlyndi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðfangsefnum fræðigreina á sviði félags- og hugvísinda
    • aðferðum og vinnubrögðum félagsvísindamanna
    • einkennum mikilvægustu fyrirbæra á sviði þjóðfélagsfræði
    • helstu hugtökum í félagsfræði og sálfræði
    • þeim stofnunum samfélagsins sem mestu skipta í daglegu lífi
    • því hvernig fólk skiptist á skoðunum og ræðir mál til niðurstöðu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans til dæmis í fjölmiðlum
    • nota allra algengustu hugtök til að fjalla um efni áfangans
    • setja fram skoðanir sínar og rökstyðja þær í samtali við aðra
    • bregðast við skoðunum annarra á málefnalegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga um þau þjóðfélagsmál sem mestu skipta ...sem er metið með... verkefnum og umræðum
    • nýta þær upplýsingar sem aflað hefur verið til að gæta eigin hagsmuna ...sem er metið með... umræðum
    • setja sig í spor annarra og skilja muninn á eigin hagsmunum og annarra ...sem er metið með... umræðum
    • tjá skoðanir sínar og bregðast málefnalega við skoðunum annarra ...sem er metið með... umræðum
    Símat fer fram alla önnina. Grunnur einkunna er úrlausn verkefna, bæði vikulegra verkefna og annarra verkefna, kynninga og umræðna í kennslustundum.