Áfanginn miðar að því að gefa nemendum innsýn á helstu stefnur og stíla dægurlagatónlistar með áherslu á popp og rokk í hinum vestræna heimi í samhengi við menningu og sögu tímans. Áhersla er lögð á verklega nálgun, þannig að nemendur kynnist mismunandi sýnidæmum og reyni sig við flutning á bæði sérvöldum lögum auk frumsamins efnis.
Inngangur að listum, auk grunnþekkingar á tónfræðilegum hugtökum samkvæmt lýsingu á TFR - Fornámi í tónlist.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu tegundum vestrænnar popp- og rokktónlistar
þekktustu höfundum og flytjendum
algengustu hljóðfærum, fyrr og nú
þróun tækja og tækni varðandi hljóðmyndun og hljóðupptöku
grunnnotkun algengra skala og hljómasamsetninga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
spila og syngja nokkra helstu stíla dægurtónlistar
tjá sig um mismundi tegundir þessarar tónlistar, geti sett fram hugmyndir sínar og taki virkan þátt í umræðu um efnið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera skapandi í hugsun ...sem er metið með... umræðum, tónsköpun og tónlistarflutningi
beita áður framandi leiðum í að skapa tónlist ...sem er metið með... tónsköpun og flutningi
vera meðvitaður um þjóðfélagslegt gildi dægurlagatónlistar ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
tjá sig hiklaust og taka þátt í samræðum um dægurlagatónlist við ólíka viðmælendur ...sem er metið með... umræðum
leysa úr viðfangsefnum, einn eða í samstarfi við aðra ...sem er metið með... umræðum, tónsköpun, tónlistarflutningi og verkefnum
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, tjáningu, þátttöku í tónlistarflutningi og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið samviskusamlega.