Bræðingur; Latin, Blues, Jass og hljóð-upptökukennsla
SKTL3BR05
1
Skapandi tónlist
Blues, Bræðingur; Latin, Jass og hljóð-upptökukennsla
Samþykkt af skóla
3
5
Áfanginn miðar að því að opna augu nemenda fyrir spuna tónlist, jafnvel þótt þátttakendur hafi mjög ólíkan tónlistarlegan bakgrunn. Áhersla er á samvinnu í sköpun tónlistar en nemendum gefst líka færi á að vinna einstaklingsverkefni og fara sínar eigin leiðir. Sjálfir og í sameiningu munu nemendur þjálfast í að búa til sín eigin tónverk í upptökuforritum og síðar flytja tónverk sín fyrir áheyrendur sem hluta af lokaeinkunn.
A.m.k. 10 einingar í skapandi tónlist á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einkennandi taktegundum
almennum spunasmíðaaðferðum sem hann getur nýtt sér í sinni eigin tónlistarsköpun
mismunandi vinnuaðferðum og uppsetningum við tónlistarsköpun í tölvum svo sem upptökuforritum sem hægt er að nýta sér við tónlistarsköpun
mikilvægi þess að þora að steypa sér út í verkefni og hugmyndir án þess að óttast niðurstöðuna
skölum og hljómum sem einkenna áfangann
mikilvægi veraldarvefsins til kynningar á efni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita skapandi hugmyndavinnu
vinna tónverk frá hugmynd til frumflutnings
vinna með öðrum í hópum, hljómsveitum og aðlaga vinnuaðferðir sínar að því umhverfi sem samvinnan á sér stað í
skapa heilsteyptar laglínur undir einföldum hljómagöngum
beita mismunandi nótnaskriftar- og upptökuforritum til tónsköpunar
sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listgrein sinni og beitt viðeigandi aðferðum við útfærslu verka
tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkferli og listrænar niðurstöður
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
framleiða tónlist sér til yndisauka og getað flutt og miðlað henni ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi ...sem er metið með... umræðum, skriflegum og verklegum æfingum
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, sköpun og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið samviskulega.