Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367085153.51

    Fjölmiðlar
    FÉLA3FJ05
    1
    félagsfræði
    Fjölmiðlar í ljósi félagsfræðinnar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um eðli og áhrif fjölmiðla sem félagslegs fyrirbæris og þá heimsmynd og hugmyndafræði sem þar birtist. Skoðað er eignarhald á fjölmiðlum, ritstjórn, starfsreglur og siðferðileg viðmið. Nemendur kynnast ólíkum eiginleikum mismunandi tegunda fjölmiðla og meta gagnsemi þeirra við að þjóna ólíkum hlutverkum. Sjónum verður sérstaklega beint að því hvernig fjölmiðlar rækja aðhalds- og eftirlitshlutverk sitt og vernda almannahagsmuni. Áhersla verður lögð á fréttir og fréttatengt efni og að nemendur meti á gagrýninn hátt frammistöðu svæðisbundinna miðla, landsmiðla og erlendra miðla. Einnig verður hugað þeim breytingum sem eru að verða á fjölmiðlanotkun. Nemendur leggja drög að og vinna efni til birtingar í fjölmiðlum.
    A.m.k. 10 einingar í félagsvísindum á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þörfinni fyrir traustar upplýsingar um samfélagið
    • að upplýst umræða og skoðanaskipti eru forsenda lýðræðis
    • helstu hlutverkum og áhrifavaldi fjölmiðla
    • sérstöðu einstakra tegunda fjölmiðla og hvað þeir eiga sameiginlegt
    • eignarhaldi á íslenskum fjölmiðlum, lagaumhverfi, starfsreglum og siðferðilegum viðmiðum
    • rannsóknum á trúverðugleika og áhrifamætti íslenskra fjölmiðla
    • mörkunum milli frétta og auglýsinga eða markaðstengds efnis
    • birtingarformi fordóma svo sem rasisma og sexisma í fjölmiðlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli hlutlægs og hlutdrægs fréttaflutnings
    • meta trúverðugleika einstakra fréttamiðla
    • koma auga á auglýsingakennda umfjöllun sem sett er fram undir öðrum formerkjum
    • átta sig á tengslum eignarhalds við umfjöllun og efnistök einstakra miðla
    • velja og skipuleggja efni til birtingar í fjölmiðlum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á trúverðugleika og upplýsingagildi efnis í fjölmiðlum
    • meta hvernig íslenskir fjölmiðlar sinna eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu
    • gjalda varhug við fordómafullri umfjöllun í fjölmiðlum
    • átta sig á og leggja mat á breytingar sem eru að verða á fjölmiðlaneyslu fólks og aðferðum fjölmiðla og upplýsingafyrirtækja við að ná til notenda
    • afla og vinna efni til birtingar í fjölmiðlum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.