Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367111623.18

    Knattspyrnuæfingar
    KNAT3KÆ02
    1
    knattspyrna
    Knattspyrnuæfingar
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    Viðfangsefni áfangans er knattspyrna og munu nemendur stunda tvær æfingar á viku alla önnina.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi góðrar og vel uppsettrar upphitunar sem hluti af æfingu
    • grunnreglum íþróttagreinarinnar við það að iðka íþróttagreinina
    • grunntækniatriðum íþróttagreinarinnar, s.s. knattrak, gabbhreyfingar, sendingar og móttaka við það að iðka íþróttagreinina
    • leikfræði íþróttagreinarinnar, s.s. 1. og 2. varnar- og sóknarmaður við það að iðka íþróttagreinina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma góða og skipulagði upphitun til undirbúnings fyrir æfingu
    • útfæra og framkvæma grunntækniatriði íþróttagreinarinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • auka færni sína í íþróttagreininni bæði tæknilega sem og leikfræðilega
    Í áfanganum eru engin verkefnaskil heldur þurfa nemendur að standast mætingarkröfur áfangans, sem er 90%. Áfanginn er metinn (STAÐIST / EKKI STAÐIST) út frá mætingu, virkni, jákvæðni og framförum.