Viðfangsefni áfangans er knattspyrna og munu nemendur stunda tvær æfingar á viku alla önnina.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi góðrar og vel uppsettrar upphitunar sem hluti af æfingu
grunnreglum íþróttagreinarinnar við það að iðka íþróttagreinina
grunntækniatriðum íþróttagreinarinnar, s.s. knattrak, gabbhreyfingar, sendingar og móttaka við það að iðka íþróttagreinina
leikfræði íþróttagreinarinnar, s.s. 1. og 2. varnar- og sóknarmaður við það að iðka íþróttagreinina
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma góða og skipulagði upphitun til undirbúnings fyrir æfingu
útfæra og framkvæma grunntækniatriði íþróttagreinarinnar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka færni sína í íþróttagreininni bæði tæknilega sem og leikfræðilega
Í áfanganum eru engin verkefnaskil heldur þurfa nemendur að standast mætingarkröfur áfangans, sem er 90%. Áfanginn er metinn (STAÐIST / EKKI STAÐIST) út frá mætingu, virkni, jákvæðni og framförum.