Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367116299.99

    Hetjur og skúrkar
    HETJ3HS05
    1
    myndlist, myndlæsi, Íslenska
    Hetjur og skúrkar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum „Hetjur og skúrkar“ er lögð áhersla á samþættingu ólíkra námsgreina eins og íslensku, erlendra tungumála og myndlistar. Um er að ræða þverfaglegan áfanga sem ætlað er að efla læsi, gagnrýna og skapandi hugsun sem höfð skal að leiðarljósi í öllu námi. Fjallað er um hugtökin „hetja“ og „skúrkur“ í víðu samhengi út frá kvikmyndum, myndlist og bókmenntum.
    A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í tengslum við umfjöllun um mismunandi viðfangsefni
    • mismunandi tegundum læsis og mikilvægi gagnrýnnar hugsunar
    • mismunandi samfélagslegum og menningarlegum aðstæðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem þeir öðlast í áfanganum
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu sjálfstæðs lokaverkefnis
    • taka ábyrgan þátt í samræðum um samfélagslegar og menningarlegar aðstæður er koma fram í kvikmyndum, myndlist og bókmenntum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla læsi, gagnrýna og skapandi hugsun ...sem er metið með... þátttöku í málstofu um hetjur og skúrka í bókmenntum, kvikmyndum og listum þar sem nemendur leggja fram verk sín
    • beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta og myndefnis ...sem er metið með... því að nemendur vinni með mismunandi viðfangsefni úr bókmenntum, kvikmyndum og myndlist. Þar draga þeir ályktanir út frá efninu og setja fram eigin hugmyndir, skriflega og verklega (myndlist)
    • átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum úr texta og myndefni ...sem er metið með... því að nemendur eigi samskipti við önnur menningarsamfélög og læri á þann hátt að túlka og meta hugtakið „hetja“ í fjölmenningarlegu samhengi
    • sýna þroskaða siðferðsvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum ...sem er metið með... því að verk nemenda sem lögð verða fram í málstofu skulu endurspegla þessa þætti
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.