Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367120965.63

    Listgildi og fagurfræði
    MYNL3LF05
    1
    myndlist
    Listgildi og fagurfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fagurfræði,áræðni, ímyndunarafl og túlkun. Í áfanganum eiga nemendur að geta sýnt frumkvæði og skapandi nálgun í verkefnum sínum og beitt viðeigandi aðferðum við útfærslu verka. Áfanginn byggir á þeim grunni sem nemendur hafa aflað sér í teikningu og meðferð olíulita. Námið byggir á fjölbreyttum verkefnum þar sem mikil áhersla er lögð á persónulega túlkun á fagurfræðilegum hugtökum og listgildi. Kennslan er einstaklingsbundin og miðar að því að gera nemendur tilbúna til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Nemendur kynnast sérkenni fagurfræðinnar í myndlist. Fjallað verður um helstu heimspekinga og kenningar fagurfræði. Skoðuð verða hugtök eins og hið fagra, hið háleita, hið gróteska og hvernig þau koma fram í umhverfi okkar. Upplifun og reynsla af umhverfi okkar og sjónrænum þáttum í tilveru okkar verða tekin fyrir og fjallað um útfrá sjónarhorni fagurfræðinnar.
    A.m.k. 10 einingar í myndlist á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fagurfræði í myndlist
    • miðlun sköpunar sinnar
    • samfélagslegu hlutverki myndlistar
    • helstu aðgreiningar, kenningar og lögmál fagurfræðinnar
    • hugmyndavinnu
    • gildi þess að tjá sig um eigin sköpun og sýna
    • mikilvægi þess að geta miðlað fagurfræðilegri þekkingu á fjölbreytilegan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita fagurfræðinni á ólík vandamál, hvort sem þau eru sjónræns eðlis eða þekkingarfræðileg
    • skipuleggja verkferli í listgrein sinni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • beita fagurfræðilegri nálgun á sjónræna upplifun
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listgrein sinni og beitt viðeigandi aðferðum við útfærslu verka
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkferli og listrænar niðurstöður
    • öðlast öryggi í beitingu mismunandi miðlunarleiða í sinni listgrein og geti valið viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu sjónrænnar upplifunar
    • hagnýta þá sérhæfðu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér
    • öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
    • nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun
    • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamannsins
    • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annara af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og komi auga á hagnýtingu menntunar sinnar
    • geta staðið að opinberri sýningu/tónleikum/viðburði og miðlað þar listrænum styrk sínum
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á vinnusemi, sköpun og áræði. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.