Jákvæð sálfræði er ný grein innan sálfræðinnar. Þeir sem leggja stund á hana beina athyglinni að heilbrigði, hamingju og ýmsu sem gerir daglegt líf innihaldsríkara fremur en að fást við vandamál og sjúkdóma. Áhersla er lögð á að greina hugsun, hegðun, tilfinningar og lífsstíl þeirra sem eru jákvæðir, hamingjusamir og njóta almennrar velgengni í lífinu eða á einstökum sviðum þess. Fjallað er sérstaklega um tengsl jákvæðra hugsana og jákvæðra athafna og möguleika þess að hækka hlutfall jákvæðni á kostnað neikvæðini í lífi sínu, svokallað jákvæðnihlutfall. Gerðar verða verklegar æfingar og nemendur kynnast eigin styrkleikum á kerfisbundinn hátt.
A.m.k. 10 einingar í sálfræði á 2. þrepi (eða sálfræði og félagsfræði)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fræðigreininni jákvæðri sálfræði
viðfangsefnum helstu fræðimanna greinarinnar
aðferðum við að skipta út vondum hugsum fyrir góðar
helstu tilfinningum sem stuðla að jákvæðri hugsun og athöfunum
leiðum til að byggja upp hagmingjusamt líf með grósku og sköpun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina gildi og áhrif eigin athafna og framgöngu fyrir fjölskyldu og vini
greina eigin styrkleika og nýta þá til að bæta líf sitt
nota athafnir á borð við hrós, greiða og góðverk til að auka vellíðan sína og annarra
nota jákvæðar athafnir til að byggja upp sálfræðilegar og félagslegar bjargir
skapa tilgangsríkt líf með þátttöku í athöfnum sem skipta aðra máli og þjóðfélagið í heild
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota sérstakar athafnir til að byggja upp jákvæðar tilfinningar ...sem er metið með... verkefnum
hlú að jákvæðum tilfinningum ...sem er metið með... umræðum
auka og efla eigin styrkleika ...sem er metið með... sjálfsmati og umræðum
bregðast við neikvæðum hugsunum og tilfinningum ...sem er metið með... umræðum, verkefnum og sjálfsmati
auka jákvæðni og þar með vellíðan í daglegu lífi ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.